Þrammið í stígvélunum

Þau gapa um kristin gildi

og Guð almáttugan.

Í hinu orðinu hrópa þau síðan:

„Hataðu náungann!“

Þau þusa um þjóð og kirkju

en þekkja hvorugt neitt.

Þau halda að í himnaríki

sé herbergið bara eitt.

 

Og þrammið í stígvélunum þokast nær

en þau eru ekki sæl.

Hér er þjóðfylkingin komin. Sieg Heil!

Íslenska þjóðfylkingin. Sieg Heil!

 

Mas þeirra um menningu okkar

er merkingarlaust raup,

því þau hatast við þá sem halda henni uppi

fyrir hundlélegt kaup.

Svo tilbiðja þau tungumálið

og trompast ef þau heyra slett,

en meika varla að mynda sjálf setningu

sem er málfræðilega rétt.

 

Og þrammið í stígvélunum …

 

Svo finnst þeim fólk vera plága

sem er framandi og með ólíka siði,

hrædd um að örfáar hræður

beri herraþjóðina ofurliði.

Þetta er sorglegur söfnuður manna

sem sagan hefur ekkert kennt,

enda hefur verið vísindalega sannað

að þau eru vitlausari en fólk almennt.

 

Og þrammið í stígvélunum …

D. Þ. J.

Þrammið í stígvélunum á Spotify