Bananar

Þeir skammta sjálfum sér

úr sjóðum okkar þar og hér.

Framtíð okkar ferleg er

fái þeir að plana‘hana.

Við erum í hóp með hyski

heimsins sem er tjón og miski,

í útflutningi á áli og fiski.

Aðrir flytja út banana.

 

Ég elska banana.                    

 

Aðeins eru í öðrum löndum

auðævin í færri höndum

suðrænum á sólarströndum

sem að rækta banana.

Þeir vilja að dansinn duni

í djöfulmóð sem olli hruni,

skíthræddir um að skríllinn muni

skrúfa fyrir kranana.

 

Ég elska banana.

 

Skoða þarf flokksskírteini

ef skipa á í embætti.

Það er flott hjá Hannesi Hólmsteini.

Hann er alltaf sýslandi.

Risinn upp af ritstuldi

ráðinn að breyta sögunni

og þvo af öllum þjófnaði

þá sem ráða á Íslandi.

 

Ég elska banana.

S.Á.M./D.Þ.J.

Bananar á Spotify