Þjóð bastarða

Við látum dyggð okkur litlu varða

á landinu okkar veðurbarða.

Á alla marktæka mælikvarða

myndum við vera þjóð bastarða.

 

Niðjar töffara og tölvunjarða,

tryggðartrölla sem lygamarða

inn til dala og út til fjarða

eru samt bara þjóð bastarða.

 

En Ameríka er Guðs land

þar sem allir ganga í hjónaband

áður en þeir eðla sig.

Ei er því að leyna.

Himnaríki hreinna meyja og sveina.

 

Út á lífið með andlitsfarða

aðeins til að fá drjóla harða.

Af siðferði finnst hér ekki arða

enda erum við þjóð bastarða.

 

Uns einhver loksins mun okkur jarða

oní vindsorfna kirkjugarða

í lyngmóa meðal lambasparða

látlaust hórast mun þjóð bastarða.

 

En Ameríka er Guðs land …

 

Frá fenjamýrum til fjallaskarða

flaumur eldheitra bænagjarða

streymandi úr börkum helgra hjarða

hrífur ekki á þjóð bastarða.

 

Við látum dyggð okkur litlu varða

á landinu okkar veðurbarða.

Frá innstu dölum til ystu fjarða

ávallt erum við þjóð bastarða.

 

En Ameríka er Guðs land …

D. Þ. J.

Þjóð bastarða á Spotify