Endaþarmur

„Sá sem nefnir sannleikann,“

segir hann

og af hneykslan sárri bærist barmur,

„er blaðamennsku endaþarmur.“

Breiðum yfir, bælum, lokum

byrgjum inni, sveipum þokum

að frjálshyggjunnar fúla hít

er full af skít.

 

„Sá sem glæpum greinir frá,“

hann grenjar þá

og af fögrum tárum flóir hvarmur,

„er fjölmiðlanna endaþarmur.“

Breiðum yfir, bælum, lokum … o.s.frv.

 

„Óvinur míns eðla flokks,“

hann emjar loks

og nú blasir við hans bitri harmur,

„er blaðamennsku endaþarmur.“

Breiðum yfir, bælum, lokum … o.s.frv.

 

Endaþarminn óttast hann

sem opnast kann

og sýna öllum innihaldið

sem okkur leyna reynir valdið.

Breiðum yfir, bælum, lokum … o.s.frv.

 

Okkur birtist eðlið sanna

auðmannanna

og um stund var lítill stauli og garmur

stjórnmálanna endaþarmur.

Breiðum yfir, bælum, lokum … o.s.frv.

D. Þ. J.

Endaþarmur á Spotify